Fréttir

Hringveginum norðan Borgarness lokað á fimmtudaginn

Vegna malbikunarframkvæmda verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður fimmtudaginn 16. október frá klukkan 08:00 til 18:00. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut (50-01) sunnan við Borgarfjarðarbrú og Borgarfjarðarbraut (50-05) gatnamót við Baulu. Sjá nánar meðfylgjandi kort. Verktaki í framkvæmdinni er Malbikunarstöðin Höfði.