Fréttir
Sauðfé. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Riða staðfest á Kirkjuhóli í Skagafirði

Hefðbundin riðuveiki í sauðfé hefur verið staðfest á bænum Kirkjuhóli í Skagafirði. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að grunur um riðuveiki hafi vaknað í síðustu viku hjá eigendum fjárins vegna dæmigerðra einkenna í einni þriggja vetra á og höfðu þeir umsvifalaust samband við Matvælastofnun. Kindin var aflífuð, sýni tekin úr henni og sett var á flutningsbann vegna rökstudds gruns um riðuveiki. „Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum hefur staðfest hefðbundna riðu í sýnunum.“