Fréttir

Sporið með opna æfingu í Miðgarði í kvöld

Þjóðdansahópurinn Sporið heldur í kvöld kl. 19 opna æfingu í félagsheimilinu Miðgarði í Hvalfjarðarsveit. Þar mun Ásrún Kristjánsdóttir danskennari og félagi í Sporinu veita gestum innsýn í íslenska þjóðdansahefð. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Fyrirhugað er að halda aðra opna æfingu sunnudagskvöldið 12. október á sama stað og tíma. Sjá nánar um félagið á sporid.is