Fréttir
Þannig sér gervigreindin fyrir sér sex ára barn hjá sálfræðingi.

Löng bið barna eftir sálfræðiþjónustu á Vesturlandi

Umboðsmaður barna hefur í áttunda sinn birt upplýsingar um bið barna eftir þjónustu. Í tilkynningu kemur fram að löng bið eftir þjónustu við börn hafi verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hafi Umboðsmaður barna frá því árið 2021 staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölga barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum. Lengst af hafa þetta verið upplýsingar tengdar stofnunum á höfuðborgarsvæðinu sem margar hverjar sinna þjónustu fyrir landið allt.