Fréttir

Frumvarp til umsagnar um snjalltæki í skólum

Frumvarp um breytingu á lögum um grunnskóla hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að mennta- og barnamálaráðherra fái skýra heimild til að setja reglugerð um notkun síma og snjalltækja í skóla- og frístundastarfi. Markmið slíkra reglna er að tryggja jafnræði milli skóla og stuðla að jákvæðu og öruggu skólaumhverfi. Reglugerðin verður unnin í samráði við hagsmunaaðila verði frumvarpið að lögum.