
Dalamenn undirbúa almyrkva á sólu
Almyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi í fyrsta sinn frá árinu 1954 miðvikudaginn 12. ágúst 2026 og mun almyrkvaslóðin liggja yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar ræddi málið á fundi sínum á dögunum en almyrkvinn mun sjást frá Skógarströnd, Fellsströnd og Skarðsströnd. Nefndin fékk til fundarins Sævar Helga Bragason stjörnufræðing. Á fundi nefndarinnar kom fram að allt gistirými á Vestfjörðum, Dölum, Snæfellsnesi, Norðurlandi vestra sé nú uppselt 12. ágúst 2026.