
Stemning á Starfamessa í FVA – myndasyrpa
Önnur af þremur Starfamessum á Vesturlandi fór fram í dag í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Um 40 fyrirtæki og stofnanir sýndu þar nemendum elstu bekkja grunnskólanna hvað þau standa fyrir. Um hádegið var síðan almenningi boðið að líta við. Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Viðburðurinn er skipulagður af SSV með tilstyrk frá Sóknaráætlun Vesturlands. Starfamessa var í FSN í Grundarfirði síðastliðinn þriðjudag og nú er stefnt að þriðja og síðasta Starfamessan verði í Menntaskóla Borgarfjarðar þriðjudaginn 14. október.