Íþróttir
Mikill fögnuður braust út þegar bikarinn fór á loft. Ljósm. tfk

Víkingur Ólafsvík bikarmeistari neðri deildar liða

Það var gríðarleg stemning á úrslitaleik Fotbolti.net bikarkeppninnar í gærkvöldi á Laugardalsvelli. Til úrslita kepptu Víkingur Ólafsvík og Tindastóll frá Sauðárkróki. Leikar fóru þannig að Víkingur lyfti bikarnum á loft eftir 2-0 sigur.