Fréttir
Ingibjörg Ólafsdóttir útibússtjóri og Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS. Ljósmyndir: mm

VÍS búið að opna þjónustuskrifstofu á Akranesi

Eftir átta ára hlé hefur tryggingafélagið VÍS nú opnað að nýju þjónustuskrifstofu á Akranesi. Er hún við Dalbraut 1 í hluta húsnæðis sem Omnis hafði. Síðdegis í dag voru viðskiptavinir og aðrir gestir boðnir velkomnir í kaffi og kökur í tilefni dagsins. Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS fagnar því að nú sé félagið að nýju með skrifstofu á Akranesi, en þeirri síðustu var lokað 2018. Fjórir starfsmenn eru nú staðsettir á Akranesi en Ingibjörg Ólafsdóttir veitir starfseminni forystu. Aðrir starfsmenn verða Guðmundur Ólafs Kristjánsson, Tinna Gunnarsdóttir og Hlini Baldursson.