
„Til heiðarinnar hjartað slær“ – Dagur íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Hann var stofnaður þann 16. september árið 2010 af ríkisstjórn Íslands að tillögu Svandísar Svavarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra og haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn haustið eftir. Dagurinn er fæðingardagur hins landsþekkta náttúruvinar Ómars Ragnarssonar sem fagnar nú sínum 85. afmælisdegi. Var það gert til heiðurs því mikla starfi sem Ómar hefur lagt til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru.