Fréttir
Íþróttagarparnir í Heilsueflingu 60 plús í Grundarfirði stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á þessum gula degi. Ljósm. tfk

Góð þátttaka í Gulum september

Gulur september er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir og af því tilefni eru margskonar viðburðir því tengdir í mánuðinum. Miðvikudaginn 10. september voru allir hvattir til að klæðast gulu og bjóða upp á gular veitingar. Kennarar og nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði létu ekki sitt eftir liggja og einnig var gult þema á æfingu hjá Heilsueflingu 60 plús.