
Starf briddsfélagsins hefst eftir hálfan mánuð
Hefð er fyrir því að forkólfar í Bridgefélagi Borgarfjarðar ákveði upphaf starfsveturs félagsins á örstuttum fundi undir réttarvegg. Ekki brást það nú og segja þeir Jón Eyjólfsson og Ingimundur Jónsson að komið verði saman við spilaborðið í Logalandi mánudagskvöldið 29. september klukkan 19:30 stundvíslega. Eins og fyrr eru allir áhugasamir spilarar velkomnir og starfssvæðið engan veginn bundið við hreppamörk. Spilamennskan hefst með stökum tvímenningskvöldum.