Fréttir
Jóhann Páll Jóhannsson afhendir Oddi Sigurðssyni Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Ljósm. Stjórnarráðið

Oddur jöklafræðingur hlaut viðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Afhendingin fór fram á Umhverfisþingi sem nú stendur yfir í Hörpu. Viðurkenninguna hlaut jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson. Í tilkynningu segir að Oddur hefur helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga.“