
Ásta Marý Stefánsdóttir á tónleikunum. Ljósm. mm
Smekkfyllti Akraneskirkju á minningartónleikum
Í gærkvöldi fóru fram minningartónleikar í Akraneskirkju. Um skipulagningu sá Ásta Marý Stefánsdóttir söngkona, en þennan dag voru liðin fimm ár frá því að frumburður hennar, hann Stefán Svan, lést tæplega fjögurra mánaða gamall. Í minningu um hann hélt hún tónleikana og kallaði til liðs við sig stóran hóp af tónlistarfólki og tæknimönnum, en allir sem einn gáfu vinnu sína. Þannig rann ágóði af miðasölu óskiptur til styrktar Einstökum börnum.