Fréttir

Malbika í Búðardal á morgun ef veður leyfir

Vegna malbikunarframkvæmda þriðjudaginn 9. september verður Vestfjarðarvegur (60) um Búðardal þrengdur í eina akrein og umferðarstýring sett á vegna malbikunarframkvæmda. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir frá kl. 08:30 til 21:00.  Verktaki í framkvæmdinni er Malbikunarstöðin Höfði.