Fréttir

Lengri opnunartími Heiðarborgar

Velferðar- og fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að lengri opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar Heiðarborgar verði framlengdur. Það var í janúar sem opnunartími var lengdur og eftir það varð opnunartíminn fyrir almenning á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16-21, á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 14-21 og á laugardögum frá kl.10-15. Nefndin telur að reynslan af þessum breytingum hafi verið jákvæð og nýting húsnæðisins sýni fram á aukna þátttöku og virkni íbúa.