
Ljósmynd úr safni Skessuhorns sem sýnir glaðar Hvanneyrarkýr taka þátt í tilraunaverkefni með randabeit á rýgresi. Ljósm. mm
Framlag í fjárlögum til nýrrar jarðræktarmiðstöðvar á Hvanneyri
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 sem kynnt var í morgun er gert ráð fyrir 100 milljóna króna fjárveitingu til byggingar jarðræktarmiðstöðvar við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Rúm sjö ár eru síðan jarðræktarmiðstöð skólans var flutt frá Korpu í Reykjavik til Hvanneyrar. Miðstöðin hefur fram að þessu verið í svokallari gömlu BÚT á Hvanneyrartorfunni en nú gætu orðið breytingar þar á ef áform frumvarpsins ná fram að ganga.