
Margir smáir á ferð í umferðinni
Þegar skólar hefja starfsemi sína á haustin verður mikil breyting í umferðinni. Hún þyngist til muna þegar skólabörn og nemar streyma í og úr skóla og allir koma til vinnu eftir sumarfrí. Í haust hefja þúsundir barna skólagöngu sína í fyrsta sinn og fjöldi annarra barna og ungmenna eru á ferð. Mikilvægt er að ökumenn taki tillit til þeirra og muni að börn geta átt það til að gera óvænta hluti. Jafnframt þurfa forráðamenn barna að fara yfir öruggasta ferðamátann til og frá skóla með börnunum. Hér eru nokkur atriði sem við hvetjum akandi, gangandi og hjólandi fólk til að lesa vel. Það er nefnilega aldrei of varlega farið og alltaf viljum við að allir komi heilir heim: