Fréttir
Höfundur texta er Gunnar Bender.

Barnabókin Veiði-Vinir komin út

Komin er út barnabókin Veiði-Vinir sem bókaforlagið Tindur gefur út. Höfundar eru þeir Gunnar Bender, sem skrifar söguna, og Guðni Björnsson sem annaðist myndlýsingar. Bókin er skrifuð fyrir börn á öllum aldri og annað áhugafólk um veiði, vináttu og útivist en sagan gerist við nokkra þekktustu veiðistaði landsins. Sagan segir frá ævintýrum tveggja vina sem hafa óbilandi áhuga á stangveiði og útivist og hvernig þeir takast á við verkefnin sem mæta þeim í veiðiferðum í íslenskri náttúru. „Bókin er tilvalin í ferðalagið og góð lesning fyrir fjölskylduna hvar og hvenær sem er og tölvurnar eiga frí á meðan,“ segir í tilkynningu. Bókin er fáanleg í nokkrum helstu veiðibúðum landsins og í verslunum Pennans/Eymundsson.