Fréttir
Pavle Estrajher formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar og Logi Sigurðsson umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar.

Ætla saman að efla útivist og náttúruverndarskógrækt

Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Borgarbyggð undirrituðu í síðustu viku samstarfssamning. „Borgarbyggð og félagið munu með sameiginlegu átaki leggja sitt af mörkum til að styðja við og efla útivist og náttúruverndarskógrækt á næstu árum. Samningurinn, sem gildir í tvö ár, mun styðja þá vinnu verulega,“ segir Pavle Estrajher formaður skógræktarfélagsins í samtali við Skessuhorn. Árlegt framlag Borgarbyggðar er ein milljón króna.