Fréttir

Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi og í Borgarnesi næstu tvö kvöld

Malbikunarfyrirtækið Colas mun dagana 10.-11. ágúst vinna við malbiksviðgerðir á Vesturlandsvegi á milli Hvalfjarðarvegar og Borgarness ásamt viðgerðum innan þéttbýlisins í Borgarnesi. Unnið verður á kvöldin og nóttunni og hefjast framkvæmdir kl. 20:00 í kvöld sunnudag og á mánudagskvöld. Framkvæmdum lýkur kl. 06:00 báða morgnana.

„Framkvæmdasvæðin eru stutt og verður umferð stýrt framhjá þeim. Búast má við lítils háttar umferðartöfum við framkvæmdasvæðin. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningu frá Colas.

Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi og í Borgarnesi næstu tvö kvöld - Skessuhorn