Fréttir

Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi og í Borgarnesi næstu tvö kvöld

Malbikunarfyrirtækið Colas mun dagana 10.-11. ágúst vinna við malbiksviðgerðir á Vesturlandsvegi á milli Hvalfjarðarvegar og Borgarness ásamt viðgerðum innan þéttbýlisins í Borgarnesi. Unnið verður á kvöldin og nóttunni og hefjast framkvæmdir kl. 20:00 í kvöld sunnudag og á mánudagskvöld. Framkvæmdum lýkur kl. 06:00 báða morgnana.