
Þjóðbúningadagurinn Skotthúfan í Stykkishólmi á laugardaginn
Á þjóðhátíðardeginn 17. júní síðastliðinn var opnuð sýning í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi um Þjóðbúningahátíð Byggðasafnsins sem hófst fyrir 20 árum. Handverksdagur var haldinn um land allt á vegum Handverks & Hönnunar árið 2005 og í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla í Norska húsinu var boðið upp á kynningu á handverki tengdu tálgun úr íslensku birki og hinsvegar tengdu íslensku þjóðbúningunum. Þá var bryddað upp á þá nýbreytni að bjóða til þjóðbúningakaffis svo að fólk á búningum naut góðgerða í betri stofu Önnu Magdalenu.