
Fyrri slætti að ljúka hjá Eggerti bónda seint í gærkvöldi. Ljósm. ek
Luku heyskapnum á innan við tveimur dögum
Mikil framþróun hefur á liðnum árum orðið í heyskapartækni, ekki síst eru tæki til heyskapar orðin stórvirkari. Þá færist í vöxt að bændur hafi samstarf um kaup á heyvinnutækjum og leggi svo hver öðrum lið við heyskapinn. Bændur um vestanvert landið hafa verið duglegir að nýta þurrk undanfarinna daga. Sprettan er þó líklega í slöku meðallagi miðað við fyrsta slátt, en uppskeran að sama skapi kjarnmikil.