Fréttir
Sigurvegarar í A flokki, frá vinstri: Anna Dóra Markúsdóttir og Hlýri frá Bergi (hestur mótsins, fékk ístaðið), Daníel Jónsson og Ögri frá Bergi, Jón Bjarni Þorvarðarson og Hrollur frá Bergi, Lárus Ástmar Hannesson og Skuggi frá Hríshóli 1 og Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Náttfari frá Enni.

Hrossin frá Bergi verða áberandi á Fjórðungsmóti

Opið gæðingamót og úrtaka Snæfellings og Hendingar var haldið laugardaginn 14. júní í Stykkishólmi. Hestakosturinn var frábær og veðrið lék við keppendur og gesti. Snæfellingur má senda sex hesta í hverjum flokki á fjórðungsmótið. Hér koma þeir hestar sem hafa unnið sér inn þann rétt: