Fréttir
Frá viðgerð á slitnum vegi í vetur. Ljósm. tfk

Þolinmæði bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þrotin

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku bókun þar sem ítrekaðar eru fyrri bókanir, samþykktir og athugasemdir hennar um ástand vegamála í næsta nágrenni Grundarfjarðar, á Snæfellsnesi og Vesturlandi. Ljóst er af bókuninni að þolinmæði bæjarfulltrúa er þrotin gagnvart ástandi vega og þeim loforðum og þeirri staðreynd að brátt er kominn júlí og engar framkvæmdir við vegabætur hafnar.