
Dalirnir; fólkið og framtíðin
Fyrir nokkrum árum stóð sveitarfélagið Dalabyggð frammi fyrir áskorunum sem íbúar margra dreifbýlla svæða þekkja; fólksfækkun og erfiðleika því samhliða. En í dag státar héraðið af því að hafa tekist á við þessar aðstæður af festu, íbúum er aftur tekið að fjölga og íbúðarhúsnæði fullsetið. „Við höfum unnið markvisst að því að endurreisa ímynd Dalabyggðar og sýna fram á þau tækifæri sem eru í héraðinu. Það er ekki lengur spurning um hvort Dalabyggð sé fær um að laða að sér fólk og fyrirtæki, heldur hvernig við getum best nýtt þau tækifæri sem skapast með okkar öfluga mannauði,“ skrifar Björn Bjarki Þorsteinsson í inngangsorðum sérblaðs sem fylgir Skessuhorni í dag. Blaðið heitir einfaldlega „Dalirnir; fólkið og framtíðin,“ og er samstarfsverkefni Dalabyggðar, SSV og Skessuhorns.