
Álfgeir Marinósson mundar skófluna og Páll Aðalsteinsson. Þeir voru hæfilega ánægðir með byrjunina á Önnu Karínu. Ljósm. hig
Veiðin varla í meðallagi þegar kíkt var á bryggjurúnt
Heilmikið líf var í höfninni í Stykkishólmi á fimmtudaginn síðasta þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti þar við. Veðrið var ekkert sérstakt, en sökum brælu voru flestir smærri bátar utan á Nesinu í landi þennan dag. Inni í viktarskúrnum voru þeir nafnar, Jón Jakobsson og Jón Páll Gunnarsson nýbúnir að hella upp á kaffikönnuna. „Ég held að það sé 31 bátur skráður hér í Stykkishólmi en það eru nú einhverjir sem eru farnir. Mest hafa landað um 21 bátur hér á einum degi, en kíktu nú út á bryggju því Hrói er að koma inn,“ sagði Jón Jakobsson.