
Sjómannablað Snæfellsbæjar komið út
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar númer 33 í röðinni er komið út. Efnið kemur úr ýmsum áttum og reynt að tengja það við Snæfellsbæ og aðrar sjávarbyggðir á Snæfellsnesi. Hugvekjuna í blaðið ritar biskup Íslands, frú Guðrún Karls Helgudóttir, og atvinnuvegaráðherra Hanna Katrín Friðriksson ávarpar sjómenn og aðra lesendur.