Fréttir
Stjórn FFGBF, f.v. Hafdís Jóhannsdóttir, Harpa Magnúsdóttir og Johanna Knutson. Ljósm. Jón Svavarsson

Fengu viðurkenningu fyrir fræðslu um samskipti á samfélagsmiðlum

Á fyrsta degi aprílmánaðar stóð Foreldrafélag Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir fyrirlestrakvöldi í Ársal í LbhÍ. Yfirskrift viðburðarins var; Samskipti á samfélagsmiðlum. Með fræðsluerindi voru Anna Laufey Stefánsdóttir hjá Stafrænni velferð – tölvunarfræðingur, app forritari, móðir, snjallsímafíkill og talsmaður starfrænnar velferðar. Jón Arnar Sigurþórsson samfélagslögreglumaður kynnti verkefni lögreglunnar í samfélagslöggæslunni. Einnig fjallaði Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur frá Sálfræðistofunni Höfðabakka um verkefnið Sterkari út í lífið sem færir foreldrum og öðrum verkfæri til að stuðla að sterkari sjálfsmynd barna og unglinga.

Fengu viðurkenningu fyrir fræðslu um samskipti á samfélagsmiðlum - Skessuhorn