Fréttir
Magnús kominn til Íslands í þjálfun á dráttarbátnum Magna sem er í eigu Faxaflóahafna. Ljósmyndir úr einkasafni

Sjóarinn sem snéri aftur

Þegar Grundfirðingurinn Magnús Karlsson var ráðinn skipstjóri dráttarbáta Faxaflóahafna er að baki mikil saga þar sem dugnaðurinn, þroskinn, reynslan, torsótt menntunin og umfram allt þrautseigjan koma við sögu. Magnús fæddist í Ólafsvík en þangað leitaði móðir hans Unnur Magnúsdóttir frá Búðum til þess að koma honum í heiminn. „Ég er fyrst og síðast frá Búðum þar sem foreldrar mömmu, Magnús Valdimar Einarsson og Guðný Ólöf Oddsdóttir bjuggu lengi. Þegar ég var tveggja mánaða gamall flutti mamma með mig í Grundarfjörð þar sem hún hóf sambúð með Áslaugi Ingiberg Jeremíassyni. Hann gekk mér í föðurstað og fyrstu árin vissi ég ekki betur en hann væri pabbi minn.“ Magnús ólst upp í Grundarfirði og hefur æ síðan litið á sig sem Grundfirðing. „Ég var mikið í sveitinni á Búðum hjá afa og ömmu og þar og í Grundarfirði óx ég úr grasi og var framan af sáttur við mitt hlutskipti.“

Sjóarinn sem snéri aftur - Skessuhorn