Fréttir
Albert Guðmundsson á Matthildi SH að landa afla sínum en að jafnaði rær hann frá Ólafsvík og að venju var hann með skammtinn sinn. Ljósmyndir: af

Líflegt á Arnarstapa þegar landað var úr 52 bátum – myndasyrpa

Það var líf og fjör á hafnarsvæðinu á Arnarstapa á mánudaginn þegar strandveiðibátar víða af landinu komu inn til hafnar með afla dagsins. Að sögn Guðmundar Más Ívarssonar hafnarvarðar, Mása, voru 52 bátar sem lönduðu afla sínum þennan dag og voru flestallir með sinn dagsskammt og ufsa að auki. Nokkrir bátar af norðanverðu Snæfellsnesi fóru suður fyrir Öndverðarnes vegna slæmst sjóveðurs þennan dag og lönduðu því afla sínum á Arnarstapa þar sem sjóveður var mun betra.

Líflegt á Arnarstapa þegar landað var úr 52 bátum - myndasyrpa - Skessuhorn