Fréttir

Veiðigjöld hækka hlutfallslega mest hjá smæstu bátunum

Þegar skoðað er hvernig hækkun veiðigjalds gæti hækkað eftir stærð fiskiskipa, í veiðimagni talið, kemur í ljós að hún er hlutfallslega mest hjá þeim smæstu. Það eru þeir sem veiða á bilinu eitt til 349 tonn á ári. Þetta leiða útreikningar í ljós sem sagt er frá í nýrri Glefsu, sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vífill Karlsson gáfu út í gær.

Veiðigjöld hækka hlutfallslega mest hjá smæstu bátunum - Skessuhorn