
Dróninn á flugi yfir bænum. Ljósm. grundarfjordur.is
Nýjar loftmyndir fyrir þéttbýli Grundarfjarðar
Síðasta föstudag mátti sjá veglega dróna sveima um loftin yfir Grundarfjarðarbæ. Þar var á ferðinni fyrirtækið Svarmi sem sérhæfir sig í loftmyndatöku í hárri upplausn. Svarmi var við myndatökur fyrir Grundarfjarðarbæ en með myndunum verður hægt að skoða og greina náttúrulegt og manngert umhverfi bæjarins með mikilli nákvæmni. Síðast voru teknar loftmyndir fyrir Grundarfjarðarbæ árið 2021.