Fréttir

Viðamikil skógrækt áformuð

Landeigendur víða um land stunda skógrækt á jörðum og margir með stórhuga áform um slíkt. Til marks um það var í síðustu fundargerð skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar lagðar fram til afgreiðslu umsóknir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á fjórum jörðum í sveitarfélaginu. Í landi Gestsstaða í Sanddal, sem gengur inn af Norðurárdal, er sótt um að leggja 194 hektara lands undir skógrækt. Á Lundi 3 í Lundarreykjadal er sótt um framkvæmdaleyfi á 184 ha. Á Iðunnarstöðum í sömu sveit á að planta í 150 ha og loks er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á 82,5 ha úr jörðinni Varmalæk í Bæjarsveit. Samanlagt er þarna verið að leggja grunn að skógrækt á 610 hekturum lands. Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa að verða við þessum umsóknum að undangengnum grenndarkynningum.

Viðamikil skógrækt áformuð - Skessuhorn