Fréttir
Báturinn marar í hálfu kafi upp við grjótgarðinn. Ljósm. Landsbjörg

Mannbjörg þegar lítill bátur strandaði við Rif

Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina í Rifi snemma í morgun. Rétt um fjögur leitið í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi. Talsverð þoka var á þessum slóðum í nótt og hafði báturinn siglt upp í grjótgarð utan við höfnina. Ekki var nema um klukkustund liðin frá því leit að öðrum fiskibát á Breiðafirði hafði verið hætt og áhöfnin á Björgu, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Rifi, rétt búin að ganga frá skipinu og því fljót að bregðast við þessu öðru útkalli næturinnar, þegar það barst.

Mannbjörg þegar lítill bátur strandaði við Rif - Skessuhorn