Fréttir
Here Technologies kortleggur heiminn af mikilli nákvæmni til að gera sjálfkeyrandi bíla og aðra sérhæfða þjónustu mögulega.

Háþróaður bíll notaður til að kortleggja vegi landsins í sumar

Fólksbílum á vegum Here Technologies verður á tímabilinu maí til og með ágúst í sumar ekið eftir þjóðvegum, stofnvegum og götum landsins. Bílarnir eru búnir nýjustu tækni til að safna mjög nákvæmum upplýsingum á leið sinni, þar á meðal akreinamerkingum og skiltum. Bílarnir, sem eru kyrfilega merktir HERE, munu einnig taka þrívíðar myndir og götumyndir, auk mynda af tilteknum stöðum á borð við verslanir, bensínstöðvar og veitingastaði.

Háþróaður bíll notaður til að kortleggja vegi landsins í sumar - Skessuhorn