Fréttir
Siglt í eyjaferð, en bátadagar hafa verið árviss viðburður um langa hríð. Ljósm. úr safni/ sko

Bátadagar á Breiðafirði verða fimmta júlí

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum, gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði laugardaginn 5 júlí. „Allir bátar, ekki einvörðungu súðbyrðingar, eru velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi,“ segir í tilkynningu frá Sigurði Bergsveinssyni.

Bátadagar á Breiðafirði verða fimmta júlí - Skessuhorn