
F.v. Valdís Björk Samúelsdóttir og Kristný Halla Bragadóttir með súkkulaði sprengjur til sölu. Ljósmyndir: hig
Opinn dagur í Grunnskóla Borgarness
Fjölmenni var mætt í Grunnskóla Borgarness í gærmorgun en þá var opinn dagur frá klukkan 10 til 13 þar sem foreldrar og aðrir velunnarar gátu skoðað skólann og kynnt sér starfið. Níundi bekkur skólans var með kaffihús þar sem hægt var að kaupa ljúffengar veitingar ásamt því að nemendur voru með ýmsan varning til sölu.