
Fjögur efstu liðin á mótinu. Ljósm. aðsend
Dymbilmót í boccia
Mánudaginn 14. apríl var haldið bocciamót í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Sextán lið tóku þátt og komu þau frá fjórum félögum í Húnaþingi-vestra, Mosfellsbæ, Akranesi og úr Borgarbyggð. Keppt var í fjórum fjögurra liða riðlum og spilaðir 24 leikir. Sigurvegarar í hverjum riðli kepptu svo í milliriðli og að síðasta léku sigurvegarar til úrslita. Alls voru því spilaðir 28 spennandi leikir. Með góðu framtaki keppenda og annarra er að mótinu komu stóðust allar tímasetningar og vel það. Skagafólk gerði gott mót og skipuðu þrjú af fjórum efstu sætum, en úrslit voru þessi: