Fréttir
Ingibjörg Ólafsdóttir, þjónustustjóri VÍS á Vesturlandi.

VÍS opnar í sumar þjónustuskrifstofu á Akranesi

VÍS mun opna þjónustuskrifstofu að Dalbraut 1 á Akranesi í sumar. Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, segir að skrifstofan verði í sama húsnæði og Íslandsbanki en stutt er síðan tilkynnt var um samstarf milli VÍS og Íslandsbanka. „Opnunin er liður í stefnu VÍS um að efla enn frekar þjónustu sína á landsbyggðinni en á síðasta ári bættist við ný skrifstofa í Reykjanesbæ. Þrátt fyrir að hægt sé að gera mjög margt á netinu tengt tryggingum þá vill fólk hafa valmöguleikann á að tala við aðra manneskju, sérstaklega í flóknari málum. Þá vilja viðskiptavinir okkar geta talað við einhvern sem getur leiðbeint þeim og tekið raunverulegt tillit til aðstæðna þeirra. Í slíkum aðstæðum skiptir sköpum að geta boðið upp á framúrskarandi þjónustu í heimabyggð. Við erum full tilhlökkunar að mæta aftur á Skagann,“ segir Guðný Helga.

VÍS opnar í sumar þjónustuskrifstofu á Akranesi - Skessuhorn