
Grjótárvatn frá Rauðhálsum. Ljósm. Þórunn Reykdal
Stærsti skjálftinn til þessa
Jarðskjálfti að stærðinni 3,7 varð laust fyrir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum. Þetta er stærsti skjálfti sem mælst hefur á þessu svæði síðan virkni hófst þar árið 2021. Síðastliðið laugardagskvöld urðu um 25 skjálftar á svæðinu, sá stærsti 2,4 stig. „Skjálftar á þessu svæði eru nokkuð djúpir, yfirleitt á um 15-20 km dýpi. Engin önnur skjálftavirkni hefur fylgt í kjölfar þessa skjálfta,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Borist hafa tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, meðal annars í Skorradal og öðrum uppsveitum Borgarfjarðar.