Fréttir
Kristmundur Sumarliðason skipveri á dragnótarbátnum Sveinbirni Jakobssyni SH í lest bátsins. Ljósm. úr safni: af.

Segja verðmætasköpun á Íslandi stefnt í óvissu

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. „Stjórnvöld höfðu í litlu reynt að átta sig á íþyngjandi áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja, fólks og sveitarfélaga víða um land áður en það var birt. Því var brýnt að ráðist yrði í þessa vinnu, þó að hún sé fjarri því að teljast tæmandi á svo skömmum tíma,“ segir í tilkynningu frá SFS.

Segja verðmætasköpun á Íslandi stefnt í óvissu - Skessuhorn