
Á myndinni má sjá Jón Aðalsteinsson járnsmið sem smíðaði tröppurnar fyrir sveitarfélagið og setti upp með aðstoð starfsmanna áhaldahússins. Ljósm. stykkisholmur.is
Nýjar tröppur auðvelda vörumóttöku í Höfðaborg
Nú á dögunum voru settar upp nýjar tröppur við vesturinnganginn á Höfðaborg, þjónustu- og félagsmiðstöðvar í Stykkishólmi. Inngangurinn er vörumóttaka fyrir eldhúsið á Höfðaborg sem þjónustar íbúa sveitarfélagsins í mataráskrift og grunnskólann. Það er því töluvert vörumagn sem á leið um eldhúsið og þessi framkvæmd mikil bót fyrir starfsfólk í eldhúsinu.