Fréttir
Tryggvi Eðvarðs að koma að landi. Ljósm. af

Góð steinbítsveiði en lágt verð

Mokveiði hefur að undanförnu verið af steinbít við Látrabjarg. Línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH hefur mokfiskað þar síðustu vikur, eða upp í 38 tonn. Ekki er hægt að segja að sjómenn á beitningarvélarbátum séu hrifnir af steinbítsveiðum þar sem steinbíturinn slítur alla króka af og þurfa sjómenn að bæta nýjum krókum á línuna sem telur í þúsundum á hverja lögn og því felst mikill vinna í því.

Góð steinbítsveiði en lágt verð - Skessuhorn