
Glæsilegur árangur sundfólks SA á Íslandsmeistaramótinu
Átta sundmenn frá Sundfélagi Akraness kepptu á Íslands- og Unglingameistaramóti Íslands (IM50) sem fram fór í Laugardalslaug um helgina. Þeir stóðu sig með mikilli prýði og unnu til fjölda verðlauna, settu ný Akranesmet og náðu landsliðslágmörkum. Alls unnu keppendur ÍA Íslandsmeistaratitil, fjögur silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun. Þrjú landsliðslágmörk náðust, og sett voru sjö ný Akranesmet í einstaklingsgreinum. Þá náðu þrír sundmenn landsliðslágmörkum, þau Guðbjarni Sigþórsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Einar Margeir Ágústsson.