
Eigendur fjölbýlishúss fá galla bætta og málskostnað að auki
Náðst hefur niðurstaða í máli sem Borgarbraut 57-59 húsfélag í Borgarnesi höfðaði gegn byggingar- og söluaðilum hússins vegna galla á fasteigninni. Gluggar í húsinu voru gallaðir og hafa frá upphafi lekið. Þá hefur auk þess komið fram galli í gólfdúk í öllu húsinu. Niðurstaða málsins, sem höfðað var í Héraðsdómi Vesturlands, varð sú að dómssátt náðist um að byggingaraðilar, tryggingafélag þeirra, söluaðilar og danskir framleiðendur glugganna bæta öllum 34 íbúðaeigendum í húsinu tjón sitt samkvæmt mati; skipt verður um glugga í húsinu og gólfdúkur endurnýjaður. Tjón eigenda íbúðanna var samkvæmt málsgögnum metið á 189,3 milljónir króna.