Fréttir
5.-7. bekkur að sýna Strumpavináttuhátíðina. Ljósm. Heiðarskóli

Árshátíð í Heiðarskóla

Síðasta fimmtudag var árshátíð Heiðarskóla haldin í skólanum og voru fjölbreytt atriði frá nemendum í 3. til 7. bekk. Nemendur í 3. og 4. bekk fluttu Skólarapp, nemendur í 5. til 7. bekk sýndu leikritið Strumpavináttuhátíðin og þá var vinningsatriðið úr hæfileikakeppni skólans flutt. „Nemendur stóðu sig með stakri prýði í öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem búið var að æfa undanfarnar vikur,“ segir í frétt á vef skólans.

Árshátíð í Heiðarskóla - Skessuhorn