Fréttir

Íbúaþróun hagfelldari þar sem ferðaþjónusta er stunduð

„Lítill meðbyr virðist hafa verið með sjávarbyggðum á Vesturlandi, og í reynd um land allt, þegar horft er til íbúaþróunar til skemmri og lengri tíma. Íbúaþróun hefur m.ö.o. verið óhagfelldari í fiskveiðisamfélögum en öðrum samfélögum á landinu og óhagfelldari eftir því sem umfang greinarinnar eykst. Þetta gerist þó að laun séu góð í greininni borið saman við t.d. ferðaþjónustu. Íbúaþróun hefur hins vegar verið jákvæðari í sveitarfélögum sem byggja á ferðaþjónustu.“ Vísbendingar um þetta koma fram í nýrri samantekt SSV og birtast í Glefsu, vefriti sem Vífill Karlsson hagfræðingur skrifar.

Íbúaþróun hagfelldari þar sem ferðaþjónusta er stunduð - Skessuhorn