
Ferðaþjónusta í vexti
Málþing um framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Vesturlandi og gott samfélag
„Ferðaþjónustan á Vesturlandi stendur á sterkum grunni og horfir til framtíðar með bjartsýni,“ segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Vesturlands. „Með auknum umsvifum og vexti ferðaþjónustunnar eykst einnig þörfin fyrir gott samtal og samvinnu milli atvinnulífs, sveitarfélaga of samfélags – með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir fólk sem starfar í greininni og vill setjast að í samfélaginu. Til að stuðla að þessu samtali og stilla saman strengi verður haldið opið málþing á Hótel Hamri í Borgarnesi fimmtudaginn 3. apríl kl. 10:00–13:00.“
Tilefni málþings er spurningakönnun sem Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands sendi ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi í byrjun mars. Þar var meðal annars spurt um stöðu og væntingar ferðaþjónustufyrirtækja varðandi fjölda starfsfólks árin 2025 og 2030, hvernig gengi að finna húsnæði fyrir starfsfólk og hvort fólk í ferðaþjónustu hefði raunveruleg tækifæri til að setjast að í samfélaginu.
„Niðurstöðurnar gefa skýrar vísbendingar um jákvæðar væntingar og vöxt í greininni, en einnig að húsnæðismál eru víða áskorun – sem getur hamlað frekari vexti og dregið úr möguleikum starfsfólks til að festa rætur á svæðinu. Á málþinginu verður fjallað um mikilvægi þess að vinna saman, samhæfa aðgerðir og byggja upp aðstæður sem styðja við starfsfólk, búsetu og inngildingu í samfélagið. Dagskráin samanstendur af erindum, reynslusögum og samtali um hvernig við getum skapað umhverfi sem laðar að gott starfsfólk í ferðaþjónustuna – og gerir því kleift að setjast að og verða hluti af samfélaginu. Ferðaþjónustuaðilar, sveitarstjórnarfólk og allir sem bera hag svæðisins fyrir brjósti eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í þessu mikilvæga samtali. – mikilvægt er að skrá þátttöku:
{
"name": "core/embed",
"attributes": {
"caption": "",
"allowResponsive": true,
"responsive": false,
"previewable": true,
"url": "https://haefni.is/er-vesturland-adladandi-fyrir-starfsfolk-i-ferdathjonustu/",
"type": "wp-embed",
"providerNameSlug": "haefnisetur-ferdathjonustunnar"
},
"saveContent": "<figure class=\"wp-block-embed is-type-wp-embed is-provider-haefnisetur-ferdathjonustunnar wp-block-embed-haefnisetur-ferdathjonustunnar\"><div class=\"wp-block-embed__wrapper\">\nhttps://haefni.is/er-vesturland-adladandi-fyrir-starfsfolk-i-ferdathjonustu/\n</div></figure>",
"innerBlocks": []
}