
Hvanneyri. Ljósm. mm
Verkefni við LbhÍ hljóta styrki
Nýsköpunarsjóði námsmanna bárust 293 umsóknir í ár fyrir 444 háskólanema. Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 140 milljónum króna úr að spila og hlutu 94 verkefni styrk og því árangurshlutfall miðað við fjölda umsókna og veitta styrki 32%. Umsjónarmenn verkefna við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hlutu styrki úr úthlutun að þessu sinni upp á 3.060.000 kr en það voru þau Rúna Þrastardóttir doktorsnemi fyrir verkefnið Skordýr fyrir fiskeldi, Alejandro Salazar Villegas dósent við LbhÍ fyrir verkefnið Biocrust-assited restoration of woodlands og Friederike Dima Danneil sérfræðingur í rannsóknum fyrir skólann fyrir verkefnið Þarahrat.